Veik stjórnarandstaða?

Andrés Jónsson segir að stjórnarandstaðan sé veik. Það er náttúrulega rétt að stjórnarandstaðan á við vandamál að stríða. Stærst þeirra er náttúrulega að Frjálslyndir er fávitar og ekkert hægt að gera með þá. Framsókn á síðan voðalega erfitt með að gagnrýna stefnu ríkisstjórnarinnar þar sem hún er eiginlega sú sama og þegar þeir voru í stjórn.

Framsókn hefur hins vegar staðið sig ágætlega í að benda á að Samfylkingin hefur leyft Sjálfsstæðisflokknum að níðast meir á heilbrigðiskerfinu en þeir fengu áður. VG hefur að venju talað mikið um velferðarmál og hugsanlega hafa einhverjir tekið eftir gagnrýni flokksins á svik Samfylkingarinnar í umhverfismálum.

Það þarf ekki að ræða um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar þar sem hún virðist ekki vera til staðar. Allir hafa kallað eftir aðgerðum en líklegast hafa fylgismenn stjórnarinnar ekkert tekið eftir því.

Ætli Andrés hafi heyrt af gagnrýni á ríkisstjórnina, og þá sérstaklega Samfylkinguna, fyrir svik við kvennastéttir sem átti að gera svo vel við?
Andrés veltir fyrir sér af hverju honum sé enn svona illa við Sjálfsstæðisflokkinn en kemst ekki að þeirri augljósu niðurstöðu að það sé vont að vera í bólinu með djöflinum. Það hlýtur að vera sárt að svíkja hugsjónir sínar og taka að sér hlutverk Framsóknar. Þá er gott að leita að einhverjum öðrum til að kenna um eigin vanlíðan.