Á Vísi er, eða var, könnun frá Reykjavík Síðdegis þar sem spurt var hvort Tryggvi Þór Herbertsson væri rétti maðurinn í stöðu efnahagsráðgjafa forsætisráðherra. Ég hef áður bent á að notkun netkannanna sé fyrst og fremst merki um lélega blaðamennsku enda eru nær* alltaf marklausar. Þessi spurning gengur skrefinu lengra enda er ekki nokkur leið til þess að lesendur Vísis hafi nokkuð vit á hæfileikum Tryggva. Það gætu slæðst inn örfá atkvæði frá fólki sem getur tekið upplýsta afstöðu. Meiriparturinn af atkvæðunum kemur samt augljóslega frá fólki sem hefur fáfræðina eina að til að miða við þegar það er að greiða atkvæði.