Ég á svolítið erfitt með að skilja bloggfærslu Árna Helgasonar um matvælaöryggi. Honum finnst allavega lítið til þessa hugtaks koma. Sjálfur held ég aftur á móti að það hættulegasta sem við getum gert sé að minnka sjálfsstæði Íslands í matvælaframleiðslu. Ég efast um að við lendum í vandræðum strax en í framtíðinni gæti það gerst. Stríð gæti raskað matvælaframleiðslu heimsins en hugsanlega er olíukreppa alveg jafn hættuleg. Ef olíuverð rís áfram þá gæti orðið mikið dýrara að flytja matvæli til landsins og við þyrftum þá kannski með litlum fyrirvara að auka framleiðsluna mikið. Ég held að við værum illa stödd ef slíkt gerðist í dag en við gætum verið mikið verr stödd. Það er ekkert svo einfalt að snúa svona þróun við ef þörf krefur.