Bjarni Harðar bloggar um viðtal Sverris Stormsker við Guðna Ágústsson. Hann segir:
[…] af því sem hefur verið bloggað um þáttinn af þeim sem heyrðu er lítill vafi á að Sverrir var hér utan við allt velsæmi.
Þeir sem lesa þetta bara hjá Bjarna hljóta að gera ráð fyrir að á þeim bloggum sem Bjarni vísar þarna í séu menn sem hlustuðu á þáttinn og voru að hneykslast á því sem þeir heyrðu. Það er bara ekki rétt. Annars segist hafa heyrt nokkra þætti Stormskers en segir ekkert sem gefur til kynna að hann hafi heyrt þennan þátt. Hinn sem Bjarni vísar í talar ekkert um að hann hafi heyrt útvarpsþáttinn en segir að Guðni hefði mátt búast við að eitthvað svona myndi gerast. Á bloggunum stendur því eitthvað allt annað en það sem Bjarni sagði og gaf í skyn að stæði þar.
Þetta kallast að ljúga með tenglum. Bjarni hefur gert þetta áður og ætli hann geri þetta ekki barasta aftur. Niðurstaðan er sú að maður skyldi ekki trúa því sem Bjarni Harðar segir án þess að skoða málið fyrst sjálfur.