Við fórum í bíó. Dark Knight hefur verið mikið hæpaður en ég var samt frekar efins vegna þess að mér fannst Batman Begins vera ofmetin. Ég held reyndar að þessi hafi verið betri. Hún hefur hins vegar marga galla. Aðalgallinn er að það komu of margir klæmaxar. Ég held jafnvel að þetta hefði getað verið betra ef þetta hefðu verið tvær myndir en ekki bara ein. Það er margt sem ég myndi vilja segja en mér er illa við að segja of mikið. Núna langar mig aðallega bara að sjá Batman Tim Burtons og bera saman Jack og Heath. Mig grunar að sá síðarnefndi hafi fengið meira hól en hann á skilið. En augljóslega er þetta líka bara smekksatriði.
Þessi mynd á fráleitt skilið þá stöðu sína að hafa hoppað beint á topp lista Internet Movie Database.