Undir hæl Framsóknar

Ætli það teljist framför fyrir Sjálfstæðisflokkinn að losna við Ólaf og lenda þess í stað undir hælnum á Framsókn? Óskar hlýtur að geta gert það sem hann vill út kjörtímabilið því ekki má Valhöll við því að klúðra enn einum meirihlutanum. Ég efast hins vegar um að þessi völd eigi eftir að koma Framsókn til góða í kosningunum þó Óskar geti hugsanlega grætt eitthvað á því. Skammtímahagsmunir framyfir langtíma.

En eins og ég segi, ef þetta væri ekki svona grátlega heimskulegt og sorglegt fyrir borgarbúa þá væri þetta fyndið.