Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér viðtali Helga Seljans við Ólaf F. Magnússon. Ég held að vandamálið hafi ekki í sjálfu sér verið að Helgi var harður. Alls ekki. Vandamálið er að blaðamenn eru aldrei svona harðir við vinsæla stjórnmálamenn þó það sé mikið þarfara verkefni.
Ég held að það þurfi líka almennt harkalegri blaðamennsku hér á landi til að reyna að brjóta á bak aftur spunann sem öllu ræður. Berja á spunamennskunni. Gagnrýna vitleysuna. En hafa íslenskir blaðamenn það í sér að verða jafn vinalausir og jafnvel óvinsælir slíkt krefst? Ég veit það ekki. En það væri nauðsyn. Það er einskis virði að tæta bara í sig þá sem enga hafa á bak við sig.