Ég veit ekki hvað ég las mörg blogg í gær þar sem fólk var að hneykslast á Marsibil fyrir að kjósa að fara eftir eigin sannfæringu þegar hún hefði getað fengið áhrif og völd. Ég er líklega jafn langt frá því að skilja þetta fólk og það fólk var langt frá því að skilja Marsibil. Það spurði hvort fólk væri ekki í pólitík til að fá áhrif og völd. Ég spyr hvort að fólki eigi að vera alveg sama hvernig það kemst í þessa stöðu. Ef þú þarft að svíkja sjálfan þig og þær siðareglur sem þú stendur fyrir og sannfæringu þína til að komast í áhrifastöðu þá áttu ekkert með það að gera að komast í þá stöðu. En reyndar verður þetta til þess að siðlaust fólk á auðveldara með að komast á toppinn. Eins og loftmiklir kúkar sem fljóta á yfirborðinu.
Eina von kjósenda er að reyna að velja fólkið sem fer eftir sannfæringu sinni og siðareglum. Ef við kjósendur gera það þá eigum við væntanlega eftir að sjá Marsibil aftur og meira af henni.