Fráleit hugmynd og ólýðræðisleg

Mér þykir þessi hugmynd hjá Svandísi um að endurskoða umboð lítilla flokka í sveitastjórnum fráleit og ólýðræðisleg. Ég ætla að vona að þetta sé eitthvað mistúlkað. Þetta er sérstaklega út í hött þegar við miðum við að VG er nú ekkert alltaf með fleiri en einn fulltrúa. Kannski að borgarfulltrúinn þyrfti að vera í meira sambandi við flokksfélaga sína út á landi.