Ég hef verið svolítið hugsi yfir því hvers vegna Moggaritstjórinn er að birta dagbók sína á netinu. Hann kemur nefnilega alls ekki vel út úr þessum skrifum sínum. Kannski er hann bara að reyna að veita innsýn inn í það hvernig þetta virkaði allt saman. Mig grunar hins vegar að þeir hafi rétt fyrir sér sem segja hann aðallega vera að reyna að sýna hve merkilegur og valdamikill hann var á sínum tíma.