Þeir sem eru að gera kannanir um nýjan meirihluta virðast vera algjörlega lausir við að spyrja um það sem mest spennandi er: Hvert er viðhorf fólks til nýja meirihlutans miðað við það hvaða flokk það kaus síðast.
Það er ekkert áhugavert að vita að flestir sem ætla að kjósa Samfylkingu eða VG næst séu mótfallnir meirihlutanum eða að þeir sem eru staðfastir Sjálfstæðismenn séu hlynntir honum. Hver ætlar að kanna þetta fyrir mig?