Voðalega er ég orðinn leiður á að lesa um mikilmennið Obama. Það að maðurinn sé það skásta sem er í boði í Bandaríkjunum segir meira um stjórnmál þar í landi heldur en hann. Ég held að það Framsóknarmenn sem vilja ættleiða hann í sinn flokk hafi bara rétt fyrir sér, hann á örugglega best heim þar. Ég vona virkilega að hann nái kosningu og ég vona ennfremur að hann standi sig betur en ég býst við.
Breski rithöfundurinn Neil Gaiman lýsti eitt sinn bandarískum stjórnmálum ákaflega vel á bloggsíðu sinni:
Of course, when stood next to the choice of American political parties (‘So, would you like Right Wing, or Supersized Right Wing with Extra Fries?”) my English fuzzy middle-of-the-roadness probably translates easily as bomb-throwing Trotskyist, but when I get to chat to proper lefties like Ken McCloud or China Mieville I feel myself retreating rapidly back into the woffly Guardian-reading why-can’t-people-just-be-nice-to-each-otherhood of the politically out of his depth.
Kannski er það bara þannig að MacCarthyisminn hafi einfaldlega virkað í Bandaríkjunum. Vinstrið var drepið, ekki bara kommúnisminn heldur nær allt vinstramegin við miðju. Það hafa komið smá endurvakningar en aldrei neitt sem máli skipti.
Ég er líka að verða gráhærður af því að hlusta á fréttaflutning af kosningabaráttunni úti. Þetta er ekki áhugavert. Þetta segir okkur ekki neitt. Hverjum er ekki sama þó Bill Clinton sé ekki enn búinn að taka Obama í sátt? Er það ekki almennt þannig að makar þeirra sem er ráðist á eru seinni til að fyrirgefa en þeir sem urðu fyrir “árás”? Borrring.