Heiðursdoktor doktor

Heiðursdoktorar eru fyndin fyrirbæri. Sumir nota þetta óspart eins og þetta sé ígildi þess að hafa lagt vinnu á sig en aðrir sleppa þessu algjörlega. Brian May gítarleikari Queen fékk heiðursdoktorsnafnbót og viðbrögð hans voru þau að klára alvöru doktorsgráðu í stjörnufræði. Manni fannst eins og honum finndist hálf óþægilegt að vera heiðursdoktor þegar hann hafði ekki klárað sína eigin. Eins og þetta væri bara gervi.

Mér finnst líka alltaf réttara að segja að einhver hafi verið sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við einhvern háskóla frekar en að segja bara dr. x. Hver myndi til dæmis tala um dr. Vigdísi Finnbogadóttur? Hún á þó á annan tug af þessum gráðum.