Mér þótti alveg stórkostlegt að kirkjunnarmenn skyldu hafa flutt inn Alister McGrath. Það er þvílík viðurkenning á áhrifum Dawkins og sýnir í raun hve hræddir þeir eru við hann. Og það að þýða bók hans þó að hún sé svar við bók sem ekki hefur komið út á íslensku undirstrikar þetta. Síðan er svo auðvelt að svara McGrath af því að hann kemur alltaf með sömu rangfærslurnar.
Ég held einmitt að einhverjir á fyrirlestri McGrath hafi verið hissa á því að ég gat komið með tilvitnun í Dawkins sem sýndi hve illa guðfræðingurinn afbakaði orð hans. Ég gat þetta náttúrulega bara af því að ég prentaði út greinina og merkti við það sem hann minntist á í fyrirlestrinum. Því miður var ég bara kominn með tvennt eða þrennt þegar fundarstjóra fannst spurningin mín of löng. En þetta var gaman samt sem áður.