Það var frétt um hraðalinn hjá CERN í Sviss í fréttum Stöðvar 2. Af einhverjum ástæðum var eini innlendi viðmælandi fréttamannsins ekki eðlisfræðingur frá Raunvísindastofnun heldur Magnús Þór Hafsteinsson sem lýsti sig andvígan þessu brölti, hann hefði engan áhuga á að vita hvernig alheimurinn varð til. Næsta frétt var síðan um flóttamenn sem eru að koma til Akraness. Þá var ekki rætt við Magnús Þór sem var, síðast þegar ég vissi, líka á móti flóttamönnum.