Hjal um veika stjórnarandstöðu

Það er alveg merkileg þessi árátta stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar að vera sífellt að tala um að stjórnarandstaðan sé veik. Hvernig á að túlka svona málflutning?
Ég held að þetta sé fyrst og fremst merki um að það sé ekki hægt að hrósa stjórninni fyrir afrek sín, enda veit ég ekki hver þau eiga eiginlega að vera, og því er reynt að skora stig með því að ráðast á stjórnarandstöðuna. Ég hef þó engan skilning á því hvers vegna það væri einhver plús fyrir ríkisstjórnina því gagnsleysi hennar hverfur ekki þó ryki sé þyrlað upp.