Þegar maður sér umræðuna um það hvort búddistar og múslimar „megi“ fá að reisa sín trúarhús dettur manni helst í hug að Íslendingar aðhyllist hreinlega ekki trúfrelsi. Fyrrverandi vinnufélagi minn sagði einu sinni að trúfrelsi hefði verið þröngvað upp á Íslendinga af Dönum. Hann bætti við að margir Íslendingar litu á það sem hápunkt trúfrelsisins að kaþólikkar mættu hafa trú sína, annað væri bara of langt gengið. Íslendingar þurfa á því að halda að endurskoða viðhorf sín í þessum málum. Grunngildi vestræns samfélags eru gildin sem barist var fyrir í frönsku byltingunni. Þau þarf enn að verja.