Í niðurlagi fréttar hjá RÚV um erfðarlög bresku krúnunnar stendur:
Englandskonungur á að vera mótmælandi, þannig að fleiri en katólskir menn eru útilokaðir frá hásætinu; breskir gyðingar, múslímar og hindúar koma alls ekki til greina.
Fréttamanninum þykir nauðsynlegt að minnast á það misrétti að kaþólikkar, gyðingar, múslimar og hindúar megi ekki taka við krúnunni. Honum dettur ekki í hug að minnast á að meirihluti þeirra sem byggja sameinaða konungsdæmið trúa ekki á guð og eru þannig álitnir ógjaldgengir. Er þetta hugsanaleysi hjá fréttamanninum eða er misrétti gegn guðleysingjum þannig að það skiptir engu máli?