Týr í Hellinum

Síðustu tónleikarnir voru í Hellinum. Ekkert aldurstakmark sem þýddi að ég var helmingi eldri en margir þarna. Við hittum Örvar og frú þarna og síðan var fornleifafræðingurinn Manni á staðnum enda að spila með Hostile. Við rétt hittum Týssara fyrir tónleika og fengum áritun á Land bæklinginn. Það þýðir að allir diskarnir nema Ólavur eru með krot.

Tónleikarnir voru góðir. Gamli maðurinn (ég) hafði samt óþol fyrir mosspit stælunum í sumum. Ég tók reyndar af skarið og stoppaði þá alveg um stund en þeir fóru aftur af stað undir lokin og við fórum aftast. Við kvöddum síðan bandið og þökkuðum fyrir okkur og þeir fyrir sig. Þetta var fjör. Ég veit ekki hvort ég legg aftur í fjóra tónleika í röð þegar þeir koma næst en þetta var þess virði. Og það er rétt að taka fram að við vorum bæði samstíga í að eltast við þá núna.

Ég á enn eftir að skrifa um Akureyrarferðina sem var náttúrulega áhugaverðasti parturinn af þessu öllu. En núna fer maður aftur í eðlilegheitin í bili.

Skildu eftir svar