Jeppasölumaður mótmælir

Fáir virðast, skv. Vísi, hafa haft í sér geð til að hlusta á jeppasölumann sem tapaði sjálfum sér í hlutabréfarugli mótmæla. Ég skil það vel og datt ekki heldur í hug að mæta. En það hlýtur að koma að því að reiðin í samfélaginu finni sér útrás. Hugsanlega væri best fyrir Sjálfstæðisflokkinn að leyfa því að koma fram í kosningum sem allra fyrst.

Annars legg ég til að við söfnum saman útrásarvíkingunum, setjum þá í búr og fljúgum með í einkaþotu til London eða Amsterdam eftir þörfum. Þeir geta síðan séð um að hrista klinkið úr vösum þeirra.