Gordon Brown var augljóslega að reyna að skora stig þegar hann réðst á Ísland og mér sýndist allavega breskir fjölmiðlar sjá í gegnum hann. Núna sér maður ákveðna íslenska stjórnmálamenn reyna að skora stig með álíka bjánalegum yfirlýsingum. Vonandi sjá Íslendingar í gegnum svona líka.
Ef fólk áttar sig ekki þá eru til dæmis pyntingar, morð og stríð verri mannréttindabrot heldur en að frysta eignir banka og tala óvarlega um efnahagsmál. Það eru bara bjánar sem líkja þessu saman.