Prósentustig?

Nú er ég ekki stærðfræðiséní en var Seðlabankinn nokkuð að lækka stýrivexti um 3,5%? Voru þetta ekki 3,5 prósentustig? Ég sá þetta náttúrulega bara notað svona á bloggum og vefmiðlum þannig að ég kíkti á heimasíðu Seðlabankans og þar er líka talað um prósent en ekki prósentustig. Ég ætla að vona að ég hafi ekki meira vit á þessum málum en starfsmenn Seðlabankans.