Fyrsta afrek gærdagsins var að fara í badminton. Mummi leysti Sigrúnu af. Leikirnir sem við Mummi spiluðum saman voru einstaklega skemmtilegir, sérstaklega sá síðasti þegar við vorum líka í kappi við klukkuna og unnum með miklu harðfylgi.
Eftir þetta fórum við Eygló í Bónus til að versla bökunarvörur. Síðan fór hún í afmæli og ég að baka skúffukökur. Rétt fyrir sjö skelltum við kökunum og bókum í bílinn og fórum á Vantrúarárshátíðina sem var haldin heim hjá Matta. Við vorum fyrst en hægt og rólega bættist við mikill fjöldi. Ég held að þetta hafi verið fjölmennasta samkoma okkar nokkru sinni. Ég giska að hátt í 40 hafi mætt þó það hafi ekki allir verið allan tímann.
Við Daníel og Binni eyddum töluverðum tíma fyrir matinn að ræða um uppruna Íslendingasagna. Síðan þegar var raðað á borð var farið eftir stafrófsröð og ég þarf sem ég fylgdi Eygló enduðum við allir á sama borði. Reyndar breyttist umræðan á okkar hluta borðsins fljótt yfir í uppruna guðspjallana. Þar vorum við Binni og Hjalta að rökræða. Allir í mismunandi hornum. Eftir að ég fékk nóg af þessu spjalli sat ég hér og þar hjá hinum þessum en um kannski hálf tvö eða svo fórum við Eygló, Mummi, Siggi og að lokum Haukur niður til að leika okkur í Wii. Það var mikið gaman. Ef efnahagsástandið væri betra værum við Eygló örugglega komin niður í Ormsson að fjárfesta í einni svona.
Við snerum þó aftur í aðalpartíið í smá tíma og síðan skutlaði ég Wii spilurunum heim. Þetta var mikið gaman.