Ein hugmynd sem kviknaði á árshátíð Vantrúar varðaði þá gósentíð sem prestar telja nú vera komna. Þeir eru í öllum fjölmiðlum að tjá sig um að peningar skipti ekki öllu máli. Það er til leið til að stoppa þessa útrás þeirra. Allir fjölmiðlar þurfa nú að taka sig saman og birta mánaðartekjur presta fyrir aftan nafn þeirra líkt og Séð & Heyrt gerir með aldur. Það mætti líka minnast á hvernig bíla þeir eiga og hve stór húsin þeirra eru. Mér skilst að lægstu mögulegu tekjur sóknarprests sé rúm hálf milljón á mánuði. Augljóslega eru prestarnir í stóru sóknunum á höfuðborgarsvæðinu í mikið betri málum. Síðan má ekki gleyma að prestsþjónusta er undanþegin virðisaukaskatti þannig að þar hlaðast seðlarnir inn bakdyramegin.
Þessu tengt: Tækifærin í kreppunni.