Kaka í fésið: Horfnir frasar

Ég ætla að lauma mér í þennan færsluflokk Sverris (sem hann hefur reyndar ekki verið að vinna mikið í) og nefna til hina markfrægu „stærri köku“. Við munum væntanlega öll eftir því hvernig Hannes Hólmsteinn talaði um það hvernig væri hægt að stækka kökuna svo við litla fólkið gætum fengið litla mola af diskum ríka og frábæra fólksins. Það hefur farið lítið fyrir þeim frasa undanfarið en samt stöndum við uppi með alveg risastóra köku. Vandinn er bara að nú er verið að hamra henni framan í fésið á okkur öll… ja, næstum öll. Ríka og frábæra fólkið kom víst einhverjum sneiðum undan sem er huggun harmi gegn. Verst að við hin þurfum að borga þessa kökuveislu næstu áratugina.