Ég efast um að það sem ég ætla að segja sé líklegt til vinsælda hjá flokksfélögum mínum en ég þarf að segja það.
VG ætti að opna á aðildarviðræður við Evrópusambandið í þeim kosningum sem verða óumflýjanlega í vetur eða vor. Það eru tvær meginástæður fyrir því. Sú fyrri er að það eru of margir sem vilja þessa lausn, meðal annars margir og jafnvel meirihluti, ef ég man rétt, stuðningsfólks VG. Seinni ástæðan er sú að ég er farinn að óttast það að ef Samfylkingin leiðir aðildarviðræður, sem er nær ákaflega líklegt, þá mun samningafólkinu verða of í mun að geðjast sambandinu og við fáum verri díl. Ef VG myndi leiða viðræðurnar, sem hugsanlega stærsti flokkurinn, værum við líklegri til að fá betri samning.
Endanleg ákvörðun um aðild er síðan náttúrulega hjá fólkinu sem byggir þetta land en ekki hjá stjórnmálaflokkum.