Mér þykir það alveg ákaflega undarlegt að átelja mótmælendur fyrir að brenna fána Landsbankans af því að það hafi verið lagt svo mikið í markaðssetningu bankans erlendis (ef ég skil hann rétt). Landsbankinn er ónýtt vörumerki og það sést best á að Nýi Landsbankinn er að skipta um nafn. Ég held síðan að þessi bankafánabrenna hafi bara jákvæð áhrif á ímynd Íslendinga erlendis. Þetta skapar ákveðna fjarlægð milli bankanna og borgaranna í hugum útlendinga og það er bara gott.
3 thoughts on “Brenndur banki”
Lokað er á athugasemdir.
„En öllu frelsi fylgir ábyrgð og þar með talið tjáningarfrelsi.“
Mér þykir það áhugavert að bankastarfsmaðurinn Reynir, hafi ákveðið að útskýra fyrir okkur pöpulnum að frelsinu fylgi sko ábyrgð og að maður geti nú ekki hegðað sér hvernig sem er.
Mikið afskaplega held ég annars að einn brendur fáni skipti litlu máli varðandi ímynd Íslands. Sérstaklega þegar brendur er fáni fyrirtækis sem, að minnsta kosti í nokkrum evrópuríkjum, er talið hafa svikið ótal milljarða út úr almenningi.
Annars hefur NBI hf sennilega ekki mikið með gamla Landsbankafána að gera…
Kveðjur 🙂
Íslendingar gera bara yfirhöfuð alltof lítið af því að brenna fána.
Er það ekki hefðin að brenna úrelta fána? Ég skil ekki þennan æsing.