Af hverju eru fjölmiðlar ekki með fólk sem hefur þann eina starfa að athuga hvort að það sem stjórnmálamenn, auðjöfrar og já, fíflið út á götu sem fær að tjá sig, sé að segja satt. Það er oft ákaflega auðvelt. Ef Jón segir að Gunnar hafi sagt x þá spyrðu Jón hvenær og hvar þetta á að hafa verið og athugar síðan hvort það sé satt. Ég held að sannsögli í fjölmiðlum myndi aukast verulega við þetta. Eins og staðan er núna vita allir að það er ekkert mál að ljúga í fjölmiðlum, í versta falli munu einhverjir bloggarar benda á það en hverjum er ekki sama um þá?