Færeyskar krónur

Það er langt síðan að ég stakk upp á gríni að við myndum taka upp færeyskar krónur. Árni Johnsen var að gera það sama í dag af fullri alvöru og virtist telja hana góðan kost miðað við Evruna. Nú er spurning hvort að Árni áttar sig á því að færeyska krónan er eiginlega Evra. Hún er nefnilega ekki sjálfstæður gjaldmiðill heldur bara annað nafn á dönsku krónunni. Danska krónan er síðan háð gengi Evrunnar.

Ég velti oft fyrir mér hvernig við náum að enda með svona vitleysinga á þingi.