Á tímabili var ég farinn að hafa áhyggjur af því að Bandaríkjamenn væru heimskari en ég hélt en vonandi ná þeir að kjósa Obama í dag vandræðalaust. Ég tel raunar að ef Obama væri í framboði á Íslandi myndi ég ekki kjósa hann því þá væru væntanlega betri kostir í boði. Margt af því sem frá honum hefur komið bendir til þess að hann sé í besta falli hægri krati. En ég vona að hann komi mér á óvart. Hann er allavega skárri en það sem er í boði og það sem er að fara frá.
Annars er það tillaga mín að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Bandaríkin ef brjálaði kallinn og brjálaða kellingin vinna.