Ef ég skil málið rétt fengu starfsmenn sem fengu fólk í peningamarkaðssjóði bónusa fyrir það. Það var líklega ákveðin hvatning fyrir þá að gefa ekki upp alla vankanta vörunnar sem þeir voru að selja. Ég myndi leggja eitt til sem neytendavörn. Þau fyrirtæki sem veita starfsfólki sínu bónusa eða sölulaun verða að gefa upp opinberlega hvernig það kerfi virkar. Það mætti til dæmis vera skilti, það mætti vera í bæklingum og það mætti vera á heimasíðum. Ef neytendur átta sig á því hve mikið sölumaður græðir á því að að selja vöru mun hann líka átta sig á því hve mikið eða lítið er að marka hann. Þetta ætti að gilda um allt sviðið hvort sem þú ert að kaupa áskrift að tímariti eða jeppa. Og þetta á að gilda hvort sem starfsmenn geta átt á feitum bónus fyrir að selja ákveðna vöru eða bara veglegri árshátíð fyrir almennt gott gengi fyrirtækisins. Þetta ætti líka að gilda um toppana á fyrirtækjunum. Gegnsæi eykur heiðarleika.