Myndavélar eru helsta vopn mótmælenda

Það eru mörg ár síðan að ég sá út að besta vopn mótmælenda væri myndavélin. Ég hef mætt nógu oft á mótmæli til að vita að lögreglan lýgur blákalt þegar eitthvað kemur upp á. Fjölmiðlar eru gjarnir á að gleypa lögreglulygina eða að ýkja sjálfir í æsifréttastíl eins og sást á Stöð 2 í gær. Eina svarið við slíku er að hafa myndir af atburðunum. Næsta laugardag hvet ég því alla sem geta, sérstaklega bloggara, að mæta með myndavélar. Tökuvélar geta líka verið allavega jafngóðar eða betri. Vonandi verður engin þörf á að hafa myndir sem sönnunargögn en allur er varinn góður. Við þurfum ekki kylfur, við þurfum bara sannleikann.