Dauðarefsingar og lýðræði

Ég sá smá bút úr viðtali Boga Ágústssonar við bandaríska hæstaréttardómarann. Þar var minnst á dauðarefsingar. Dómarinn nefndi að í mörgum löndum þar sem þær eru bannaðar þá sé meirihluti fyrir þeim meðal almennings. Mér fannst áhugavert að sjá manninn tala um atriði sem mér finnst mannréttindamál eins og lýðræði væri eitthvað aðalatriði. Málið með mannréttindi er að það skiptir engu máli hvort það sé meirihluti eða minnihluti styðji þau, þau eiga að vera algild.