Eftir að hafa lesið fréttirnar um mótmælin á Austurvelli í dag get ég ekki dregið aðra ályktun en að fjölmiðlar hafi skipt um lið og sé núna að styðja fólkið. Ég horfði reyndar ekki á sjónvarpsfréttir.
Það sem mér finnst kannski einna undarlegast er að Morgunblaðið gerir ákaflega lítið úr þeim hóp sem var að kasta eggju, klósettpappír, jógúrt, skyri, rusli, grjóti og jafnvel glerflöskum í Alþingi. Þetta var nefnilega ekki örsmár hópur og fæstir á aldrinum 14-16 eins og kom þar fram. Ég var með videokameruna í gangi og tel mig heppinn að hafa ekki fengið neinar slettur á jakkann.
Fyrir utan allar sletturnar og klessurnar þá fannst mér gaman að sjá að þingið var greinilega mun hreinna en venjulega. Ég man barasta ekki eftir að ártalið hafi verið jafn áberandi nokkru sinni áður. Mjög skondið.