Veraldleg og huglæg gæði

Ég rakst á gamla grein sem ég skrifaði á Vantrú. Ég hafði gaman af því að lesa þessi orð mín því þau virðast passa vel við í dag:

Hvað með peninga sem flestir telja til veraldlegra gæða, er verðmæti þeirra ekki fyrst og fremst huglægt? Við vitum hvað gerist með gjaldmiðil sem almenningur trúir ekki á, hann verður einskins virði. Bankainnistæður og hlutabréfaeign eru bara orð og tölur á tölvuskjá nú orðið, er þetta ekki huglægt fyrirbæri?

Um veraldleg gæði og óveraldleg.