Verkefni í Kennaraháskólanum um bænir

Ég var að lesa gamalt verkefni um trúarviðhorf í skólum úr gamla Kennaraháskólanum:

Niðurstaðan úr spurningunni um bænaiðkun kemur ekki heldur vel út í könnuninni í ár ef hún er borin saman við fyrri niðurstöður. Árið 1986 kemur fram að 46% biðja oft, 45% sjaldan, 7% aldrei. Árið 1996-1997 voru sambærilegar tölur þær að 31,5% biðja oft, 34,2% stundum, 21,9% biðja sjaldan en 12,4% aldrei.

Kemur ekki vel út? Er eðlilegt að kennaranemar lýsi því á þennan hátt yfir að það sé neikvætt að færri nemendur séu að biðja bænir?