Eðlileg viðbrögð við kreppunni hefði verið að innlima stjórnarandstöðuna í aðgerðirnar. Hugsanlega hefði þetta átt að vera þjóðstjórn en ekkert endilega. Það hefði minnkað alla tortryggni. Það hafa verið teknar of stórar ákvarðanir í litlum hópi sem nýtur ekki trausts landsmanna. Það að stjórnarandstaðan hafi verið algjörlega hunsuð og Alþingi sniðgengið er óásættanlegt. Ríkisstjórnin hefur stimplað sjálfa sig út og þess vegna þurfum við kosningar. Það er ekki óskaniðurstaða en hún er nauðsynleg.
Núna talar Ingibjörg um að stjórn og stjórnarandstaða eigi að snúa bökum saman. Þvílíkt hræsni. Hún meinar að stjórnarandstaðan eigi að styðja ríkisstjórnina í blindni.