Áhugavert að fylgjast með Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra í Kastljósinu áðan. Hann hélt því fram að viðvörun hafi verið gefin áður en piparúða var beitt. Það hefur þá meðal annars farið framhjá hljóðnema RÚV sem var þarna. Þegar hann var spurður hvers vegna ekki hafi verið notað gjallarhorn við að koma þessarri meintu viðvörun til skila sneri hann útúr. Þegar bent var á lygar hans á laugardagskvöldið um að Haukur hefði verið margboðaður hélt hann því fram að það hefði ekki verið nein lygi en segir síðan að lögreglan hefði ekki getað vitað að ekki hafi verið búið að senda honum tilkynningu. Það þýðir að hann var ekki búinn að kynna sér málið þegar yfirlýsingar hans komu og var því að ljúga.
Ég sé ekki hvernig manninum er stætt á að sitja áfram.