Rúnar Júlíusson

Ég er ekkert gjarn á að tjá mig um andlát þekktra Íslendinga en ég geri undantekningu með Rúnar Júlíusson. Þegar ég vann á Kringlukránni spilaði Rúnar þar held ég minnst mánaðarlega. Ég var í uppvaskinu bak við og hitti þá alltaf hljómsveitirnar. Af öllum tónlistarmönnunum sem spiluðu þar var Rúnar sá indælasti. Það voru engir stjörnustælar í honum, ekkert slíkt. Hann spjallaði við alla um daginn og veginn. Ég get eiginlega ekki ímyndað mér að í honum hafi verið nokkur illkvittni heldur einungis góðmennska.