Cartagena

Ég vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast við af Cartagena. Það kom samt aðallega á óvart með því að vera skemmtilegt.

Spilið snýst um að koma sex sjóræningjum í gegnum göng. Til að komast í gegnum göngin notar maður spil með táknum sem samsvara reitum í göngunum. Það þarf miklar pælingar til að koma sér áfram og líklega þarf að spila oft áður en taktíkin er komin á hreint. Það tekur líka ekki langan tíma að taka eina umferð á því.

Ég mæli alveg hiklaust með þessu spili og það vann keppnina um besta jólaspilið.