Ég hélt að Trans Europa yrði bara einhver eftirherma af Ticket to Ride en svo er ekki. Líklega er höfuðkostur spilsins að yfirleitt er það mjög snöggt í spilun og ekkert um að maður sitji aðgerðalaus.
Þú ert að leggja leiðir milli fimm borga í Evrópu. Mótspilararnir eru að gera hið sama. Ólíkt TtR getur maður notað lestarkerfi andstæðingana sem þýðir að leikir þurfa að vera úthugsaðir.
Ég hafði mjög gaman af þessu. Eygló var ekki alveg jafn hrifin.