Ingibjörg Sólrún segist gera greinarmun á friðsamlegum mótmælum og ófriðsamlegum. Ætli munurinn felist þá í því að hún muni hlusta á ófriðsamlega mótmælendur á meðan hún hunsar þá friðsömu? Eða ætlar hún bara að hunsa báða hópana? Í hverju er munurinn fólginn?
Ég sá um daginn myndskeið þar sem Richard Nixon var að tala um þá sem mótmæltu Víetnamstríðinu. Tóninn var skuggalega líkur Ingibjörgu Sólrúnu.