Shogun í gær

Sigrún og Þórir komu í gær og spiluðu við okkur Shogun. Það má kalla þetta svona hálfgerða blöndu af Risk og Catan. Spilið fer fram í Japan til forna og spilarar reyna að ná yfirráðum á héruðum og reisa þar ýmsar byggingar á sama tíma og þeir innheimta skatta, rækta hrísgrjón og reyna að koma í veg fyrir bændauppreisnir. Uppáhaldið mitt var orrustukerfið þar sem „hermennirnir“ voru látnir falla í gegnum sérhannaðan turn og það hve margir hermenn úr hvoru liði komust í gegn ákvarðaði hvor vann.

Mér fannst þetta bara nokkuð skemmtilegt en varð argur við sjálfan mig þegar ég klúðraði síðasta haustinu eftirminnilega. Ég er annars ekki alveg viss um að spilið þyrfti að vera jafn flókið og það er. Það hefði líklega mátt einfalda það töluvert án þess að það hefði áhrif á gamanið né plottið. En þetta er ekki endanlegur dómur.