Guðlaugur frystir gamla fólkið

Mislukkaðasta vörnin fyrir Guðlaug Þór heilbrigðisráðherra kom í gær þegar Ásta Möller sagði að húsnæði Sánkti Jósefs spítala væri hvort eð er svo lélegt að tækin væru í hættu. Þeir sem höfðu hæfileika til að leggja saman tvo og tvo voru fljótir að benda á hve fráleit skýring þetta væri því Guðlaugur Þór ætlaði að nýta húsnæðið sem öldrunarsjúkrahús (voðalega er þetta ljótt orð). Ásta Möller var eiginlega að segja að Guðlaugi væri meira annt um tæki og tól en gamalt fólk. Ekki fallegt af henni en hver veit nema að það sé satt.

Væntanlega hugsar Guðlaugur Þór samt fyrst og fremst um að koma heilbrigðisþjónustunni í hendur auðmanna. Smáatriði eins og gamalt fólk og sjúkrahústæki eru bara einhver peð sem þarf að færa á borðinu.