Andlit Fésbókar breytist

Það hafa orðið miklar breytingar á Facebook síðasta hálfa árið eða svo.  Ég tók fyrst eftir því í haust að skyndilega varð kvenfólkið sem var að koma nýtt inn töluvert eldra en áður. Ég var nokkuð fljótur að átta mig á því hvað væri á seyði,  þarna voru að koma inn ömmur sem sáu að besta leiðin til fylgjast með barnabörnum og börnum sínum var að skrá sig þarna inn. Þarna eru væntanlega nýjustu myndirnar af fjölskyldunni.

Nú hafa báðar föðursystur mínar skráð sig þarna inn og eru orðnar vinir mínir. Á sama tíma er nær enginn karlmaður í fjölskyldunni minni á þessum aldri þarna inni. Ætli þeir bættist bráðum við?
Maður veltir líka fyrir sér hvort að þetta sé sér-íslensk þróun eða hvort að þetta gerist líka í öðrum löndum. Það væri gaman sjá línurit yfir breytingar á aldursskipan Facebook notenda og nýskráninga eftir löndum. Erum við kannski allavega best í þessu?