Ég verð að segja að ég held að síðasti naglinn í kistu ríkisstjórnarinnar hafi verið sleginn niður af Framsóknarflokknum. Hinir naglarnir komu vissulega úr öðrum áttum en útspilið í dag gerir þetta óumflýjanlegt.
Annars verð ég að segja að fyrir lýðræðissinna eins og mig eru minnihlutastjórnir óhóflega spennandi kostur. Þær neyða fólk til að tala saman um málin. Virkja þingið og minnka áhrif ráðherra. Væntanlega myndu margir þvaðra um að slíkar stjórnir væru lamaðar en það fólk skilur ekki lýðræði. Lýðræði má ekki vera að flokkar geti ráðið endalaust bara af því að þeir ná yfir 50% fylgi. Lýðræði getur ekki verið það að minnihlutinn sé alltaf hunsaður.