Helvítis fasistasvínin sprautuðu piparúða í augun mín

Ég ákvað að fara niður á Austurvöll um hálfellefu í kvöld (hafði verið heima veikur um daginn en var nógu hress orðinn þarna). Þar hitti ég Hjörvar og við hengum saman. Við börðum sleif í skál og kölluðum vanhæf ríkisstjórn. Flestir þarna voru eins fyrir utan einstaka fávita sem voru að kasta kínverjum í átt að lögreglunni. Þarna var líka bálköstur.

Þegar klukkan var að nálgast tvö fór lögreglan að færa víglínu sína nær bálinu. Allt í einu byrjuðu þeir að gerðu þeir áhlaup að bálinu til að slökkva það. Ég veit raunar ekki af hverju þeir fengu ekki bara brunaslöngu til þess, það hefði verið auðvelt að slökkva þetta af löngu færi. Ég var þarna töluvert frá því sem var að gerast. Þegar mér sýndist vera búið að slökkva bálið nær alveg sá ég að við leifarnar situr mótmælandi og lögreglan er að sparka í hann (eða hana jafnvel frekar) og berja. Ég set videokameruna í gang og ætla að ná mynd af lögregluofbeldinu. Þá kemur skyndilega rót á fólkið og ég fæ gusu framan í mig. Eiginlega beint í vinstra augað, undir gleraugun. Það slettist líka í hitt augað en ekki nærri jafn mikið.

Það kom engin viðvörun, ekkert. Ég var ekki að gera neitt og ég sá ekki neinn gera neitt nema kannski í kringum mótmælandann sem lögreglan var að sparka í. Ég var bara með videokameruna og gusan kom beint á mig.

Næstu augnablik voru hræðileg. Ég sá ekkert, augun loguðu, andlitið logaði. Ég öskraði bæði af sársauka og til þess að fá athygli. Ég heyri einhvern segja “Getur einhver hjálpað manninum?” og allt í einu tekur einhver í höndina á mér og leiðir mig burt. Ég sé ekkert hvert ég er að fara og veit í raun ekkert hver er að leiða mig. Á leiðinni fatta ég að hrækja því úðinn fór líka upp í mig. Ég er stoppaður og mér sagt að fara á hnéin. Því næst er mér sagt að sápu verði sprautað framan í mig. Þegar búið er að því læt ég höfuðið ofan í trog af köldu vatni sem er fyrir framan mig. Það batnar ekkert ástand mitt. Andlitið logar, augun loga. Ég er skíthræddur um að ég muni aldrei sjá aftur. Þessi athöfn er endurtekin nokkrum sinnum. Á meðan er ég alveg blindur en heyri að í kringum mig eru einhverjir sem er verið að meðhöndla líka. Ég heyri töluna fimm nefnda, fimm hafi fengið svona vonda gusu.

Mér er næst sagt að ég fái sterkari sápu til að þvo mér upp úr. Ég geri það og reyni að þvo piparinn af andlitinu sem er loksins að skána. Augun loga enn. Ég dýfi höfðinu eins og ég get ofan í trogið en það er erfitt því það gerir ekkert fyrir augun mín sem er það sem ég vil helst af öllu hreinsa. Ég fæ lítil handklæði til að reyna að þurrka og þvo mér með. Eftir þetta er ég látin halla mér aftur og byrjað að sprauta saltvatni framan í mig. Ég er beðinn um að opna augun en ég get það ekki, ekki strax. Þegar ég næ loksins að opna augað verð ég fegnari en ég man eftir að hafa orðið. Ég sé ljós. Ég sé voðalega lítið annað. Það er haldið áfram að dæla vatninu í augað og mér sagt að reyna að hreyfa augað. Ég átta mig varla í því hvernig ég gæti gert slík. Augun loga. Eftir smá tíma fer ég að sjá móta fyrir gulu vesti neyðarliðans sem er að hjálpa mér. Eftir smá meðferð í viðbót fer hann að snúa sér að öðru. Sársaukinn hafði líka dofnað. En síðan fer hann aftur af stað. Ég get ekki haldið augunum opnum og kalla aftur eftir vatni. Neyðarliðinn dælir meira vatni í augun mín.

Ég fer þá að hugsa hvernig ég eigi að koma mér heim. Ekki ætla ég að keyra svona. Ég fatta loks að reyna að hringja í Hjörvar. Ég gat þá ekki enn haldið augunum opnum nema í smástund þannig að það var mjög erfitt. Hann svarar og ég lít í kringum mig og segi að ég sé væntanlega bak við Dómkirkjuna. Fram að þeim tíma vissi ég ekki einu sinni hvar ég var. Raunar fattaði ég síðan að ég var meira við hliðina á Dómkirkjunni. Ég þakkaði neyðarliðunum kærlega enda hef ég sjaldan verið jafn þakklátur. Hjá mér er líka einhver sem ég þekki ekki sem er bjóðast til að skutla mér heim.

Hjörvar kemur síðan og byrjar að rölta með mér í átt að bílnum. Á leiðinni sé ég löggu og reyni að öskra á hana eitthvað en er eiginlega of ringlaður til að vita hvað ég á að segja. Þrátt fyrir allt er ég meira hissa en reiður að lögreglan skuli viðvörunarlaust sprauta piparúða á fólk sem bara stendur hjá.

Reyndar hafði ég sagt við Hjörvar nokkuð áður að ég hefði illan bifur á sumum lögreglumönnunum sem þarna stóðu. Þeir minntu mig á þá sem maður sér stundum á skemmtistöðum eða niðrí bæ, maður getur lesið úr augunum á þeim að þeir vilja helst slást. Helst meiða. Það var líka gert þegar sjónvarpsmyndavélarnar voru farnar og flest fólkið. Ástæðulausar aðgerðir bara til að sýna hver réði. Ef það þurfti að slökkva eldinn (þegar hann hafði logað í 6 tíma?) hefði ekki verið neitt mál að gera það vandræðalaust með brunaslöngu úr smá fjarlægð. Þetta var algjör óþarfi.

Ég fór í sturtu þegar ég kom heim. Ég finn enn fyrir óþægindum í augum og andlitið er allt aumt, eins og ég hafi sólbrunnið. Kannski ég fari aftur í sturtu.

Um hálftíma eftir árás lögreglu:
 raudaug
 Viðbót: Myndbandið sem ég reyndi að taka.

8 thoughts on “Helvítis fasistasvínin sprautuðu piparúða í augun mín”

  1. Áts, ég get varla ímyndað mér hvernig er að fá þetta helvíti í augun. Svo eru sumir sem vilja láta lögguna fá teiser!
    Vona að þú jafnir þig á þessu fljótt og vel.

  2. Úðaður með vídeóvélina á lofti? Kannski er ég bara paranoid en mér finnst ég sjá ískyggilegt munstur í þessu miðað við hve margir ljósmyndarar hafa fengið gusu beint í andlitið.

    Hvað með myndbandið? Var verið að sparka í einhvern?

  3. Þetta er nú ljóta ástandið í þjóðfélaginu. Tárin runnu hreinlega í gær þegar ég horfði á myndirnar af átökunum í gær. Þetta er OKKAR land, OKKAR þjóðfélag!
    Og hvað er lögreglan að berja fólk í höfuðið með kylfum? Ég skil að það þurfi að stjaka við fólki og jafnvel að beyta kylfum en hvað með að berja það í einhverja aðra líkamshluta en höfuðið????? Veit enginn að þetta er stór hættulegt?
    En að öðru. Það ætti einhver að prófa að nota AB mjólk við að skola augun á sér eftir svona piparúða árás.

    Ég var að skera chilli síðasta vetur, þvoði mér ekki nægilega vel um hendurnar á eftir og nuddaði náttúrulega á mér augun. Úff það sveið en örugglega ekkkkkkkkkkkert í líkingu við piparúða. Ég notaði AB mjólk til að hreinsa á mér augun og hún sló mjög fljótt að sviðann. Eiginlega bara strax! AB mjólk og hrein jógúrt eru líka oft notuð til að kæla bruna.

    Þess virði að skoða.

  4. Já sæll vonandi nærðu þér enn þetta lagast.

    er ekki bara kominn tími á molatow kokkteila?
    450ml disel
    250ml bensín
    50ml sápu. (til að loða betur við)
    750ml glerflaska (léttvínflaska)
    tvistur gegnvættur í leginum
    hristist vel samann og borið eldur að tvistinum og kastað í burtu ekki á fólk

  5. Svo þarf að fara að búa til heimagert piparsprey…. kaupa hitakrem í apóteki og redda sér slökkvitæki eins og lögreglan er með…. Blanda kreminu með vatni og fylla á tækið… virkar eins og piparsprey.

Lokað er á athugasemdir.