Það er merkilegt að fólk vilji endilega ljúga því að mótmælin séu eitthvað sem VG sé að standa fyrir. Ekki séns. Aldrei hef ég fengið boð frá þeim um að mæta á svona mótmæli þrátt fyrir að ég fái endalausar tilkynningar frá þeim um hitt og þetta sem er að gerast. Allir sem komu þarna í gær gátu séð hve breiður hópurinn var, fyrsta fólkið sem ég spjallaði við voru varaformaður og formaður Sambands Ungra Framsóknarmanna. Þau eru væntanlega ekki glöð með að vera uppnefnd VG liðar.