Obamabyltingin?

Ég varð svoltið hissa þegar mótmælin á þriðjudag urðu svona öflug. Ég bjóst ekki við neinu. Ég hef aldrei séð Íslendinga svona. Ein skýring hefur komið aftur og aftur upp í huga minn. Þetta var dagurinn sem Obama tók við. Bandaríkjamenn voru að fá sinn nýja mann inn í stað þess spillta en hjá okkur var sama Alþingi að koma saman aftur. Ég get því alveg trúað að í hugum fólks hafi Obama haft mikil áhrif.