Hver verður uppskeran?

Nú þegar almenningur hefur náð að koma ríkisstjórninni frá völdum (þó gamla stjórnin viðurkenni það ekki) eru væntanlega flestir að hugsa hvaða ávexti byltingin mun bera. Ég held að í raun að árangurinn sé í raun fyrst og fremst sá að hafa komið ríkisstjórn frá. Til lengri tíma verður sú minning öflugasta tólið gegn spillingu og flokksræði. Ríkisstjórnir framtíðarinnar verða að taka tillit til þess að raunverulegt vald er hjá fólkinu og þá ekki bara á kosningaári.